top of page
BÓKASAFN HAFNAFJARÐAR
 

Markmiðið var að hanna byggingu sem, auk þess að vera vel skipulögð, félli vel að næsta nágrenni jafnframt því að bæta það.  Slík bygging þarf að tengja smágerð húsin í næsta nágrenni við nýrri og stærri byggingar sem einnig eru á svæðinu, þannig að úr verði heildstætt umhverfi.  Byggingin þyrfti einnig að mynda skjólgóða umgjörð um Ráðhústorgið, en við það stendur vinsælt kaffihús og er ekki að efa að sólríkt og skjólgott torg myndi auka vinsældir þess til muna.  Þá var það einnig markmið arkitektastofunnar að núverandi byggingu þyrfti sem minnst að breyta.  Bæði til að draga úr kostnaði við stækkun safnsins og ekki síður til að raska ekki starfsemi þess á meðan á framkvæmdum stæði.  Skipulag byggingarinnar skyldi vera með þeim hætti að lágmarksfjölda starfsmanna þyrfti til að veita gestum afbragðsgóða þjónustu.

bottom of page