top of page
ORRI ÁRNASON

ARKITEKT

Menntun: 

Arkitektúr og skipulagsfræði frá Escuela Tecnica Superior de Arquitectura de Madrid á Spáni árið 1997.

ANNA ANETA BILSKA

ARKITEKT

Menntun:

Postgraduate Studies University of Warsaw, Faculty of History, History of Warsaw. 

Varsjá, Pólland 2011.

MA í Arkitektúr. Warsaw University of Technology.  Varsjá, Pólland 2006.

NICHOLAS CROWLEY

ARKITEKT

Menntun:

RIBA/ARB Architect University of Portsmouth 2010

Post Graduate Diploma in Architecture University of Portsmouth/ Paris Val De Seine 2007

BA(hons) Architecture University of Portsmouth 2004

GRETTIR ÖRN ÁSMUNDSSON

BYGGINGARFRÆÐINGUR

Menntun:

Byggingafræði frá UCN Álaborg, Danmörku 2017

PÁLMAR HALLDÓRSSON

BYGGINGARFRÆÐINGUR

Menntun:

Byggingafræðingur frá OTS í Óðinsvéum, Danmörku 2007.

GRÉTA ÞÓRSDÓTTIR BJÖRNSSON

ARKITEKT

Menntun:

Master Of Arts In Architecture

Arkitektskolen Aarhus, 2014

Bacherol Of Arts In Architecture

Arkitektskolen Aarhus, 2010

ANA ELISA ALVES

ARKITEKT

Menntun:

Universidade De Lisboa, 2015

BJARKI ARNARSSON

BYGGINGARFRÆÐINGUR

Menntun:

Byggingafræði frá EAL, í Óðinsvé.

Arkitektastofan Zeppelin arkitektar var stofnuð árið 1997 og hefur frá þeim tíma hannað mikinn fjölda bygginga af öllum stærðum og gerðum. Má þar m.a. nefna Sjálandsskóla í Garðabæ og sumarbústað við Þingvallavatn sem var tilnefndur til íslensku byggingarlistaverðlaunanna.

 

Við tökum oft þátt í opinberum samkeppnum og höfum unnið til verðlauna. Slík vinna er ákaflega tímafrek, en jafnframt skemmtileg og góður vettvangur fyrir metnaðarfullar hugmyndir.

Við höfum frá árinu 2006 hannað og teiknað nær allar byggingar í þrívíddarforritum, en það auðveldar bæði okkur og viðskiptavinum okkar að skilja og sjá betur hvernig húsin munu líta út. Öll vinna er skemmtilegri og við fullyrðum að það skili sér í betri hönnun og fækki mistökum, sem geta kosta mikið.

Til þess að bygging heppnist vel þurfa húsbyggjandi og arkitekt að vinna vel saman og leggja fram skýr markmið, sem arkitektinn vinnur eftir. Þessi markmið byggja á þörfum og efnum viðskiptavinarins og staðháttum, svo sem sólar, vinda og útsýnis. Sé þessum markmiðum haldið til haga, aukast líkurnar á að vel takist til. Við leggjum því mikla áherslu á að stytta okkur ekki leið framhjá upphaflega settum markmiðum.

Sífellt verður flóknara að byggja og húsbyggjendur þurfa að kunna skil á fjölmörgum atriðum er varða leyfisveitingar og hvernig val á verktökum fer fram og samskipti við þá. Við aðstoðum og leiðbeinum viðskiptamönnum okkar í gegnum þennan frumskóg svo þeir átti sig betur á því sem við er að fást.

bottom of page