top of page
02a-Yfir skipi.jpg

AKUREYRI // SEGLIN VIÐ POLLINN

 

„Ég held að hérna sé sleginn nýr tónn í arkitektúr á Íslandi. Við héldum áfram að kíkja á söguna og þarna á Akureyri er fyrsti lystigarðurinn á Íslandi og sú hugmynd að færa eitthvað slíkt inn í bygginguna, tvinnast skemmtilega við formið á henni. Þessi segl. Segja má að húsið stallist upp, breiðast neðst og mjórra eftir því sem ofar dregur. Það gefur okkur færi að búa til þessar verandir sem við getum þá klætt gróðri og gert skemmtilegt og á milli seglanna er staður til að búa til mjög skemmtilegt útisvæði,“ segir Orri.

Hægt er að lesa mér með að ýta hér. 

20191007_1745042-1080x525_edited.jpg

MATHÚS GARÐABÆR

Gengið um arkitektúr á Alþjóðlegum degi arkitektúrs 7. október.

Hægt er að lesa mér með að ýta hér. 

exif-temp-image.JPG
Zeppelin með verðlaunatillögu
Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði  // HÖNNUNARSAMKEPPNI JÚNI 2019
3. VERÐLAUN

Zeppelin arkitekter unnu til þriðju verðlauna í nýafstaðinni samkeppni um nýja viðbyggingu við hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornafirði. Markmiðið með tillögunni er að skapa aðlaðandi umgjörð um heimili eldri borgara, sem er jafnframt góður vinnustaður. Sérstök áhersla er lögð á að heimilisfólk geri notið mikilfenglegs útsýnis út á fjörðinn.  

​Ýtið hér til að sjá tillögu.

ranagrund.jpg

MATHÚS GARÐABÆJAR

 

Nýr veitingastaður hannaður af Zeppelin Arkitektum í fréttunum. Veitingastaðurinn er í byggingu við Arnarnesvog og mun opna fyrir næstu jól. Við erum spennt að fylgjast með framvindunni.

Hægt er að lesa mér með að ýta hér. 

Skerðingsstaðir 03

SKERÐINGSTAÐIR GRUNDARFJÖRÐUR

 

60-80 herbergja hótel byggt á lítill eyri sem gengur út í Lárós, sem er manngert stöðuvatn. 

Byggingin er staðsett við vatnsbakkann, því að á eyrinni miðri eru gamlar rústir sem ekki má hrófla við. Staðurinn er einstaklega fallegur og þaðan er mikil fjallasýn og Kirkjufellið í forsæti. Á vetrum leggur vatnið og þá er ýmist hægt að skauta á því eða dorga í gegnum vök. Á sumrin er hægt að synda í vatninu eða fara út á bátum.“ 

Kirkjufellið hafði sterk áhrif á hönnun hótelsins, en form byggingarinnar minnir á fjallið. Í fyrstu var hugmyndin að hanna lága byggingu, en svo tóku fjöllin völdin. 

Ýtið hér til að sjá myndband.

NÝR ÞJÓÐARLEIKVANGUR 

VATNSMÝRIN Í REYKJAVÍK 

 

Eitt öflugasta fasteignafélag landsins bað Zeppelin arkitekta að vinna tillögu að nýjum þjóðarleikvangi og skyldi horft til Snæfellsjökuls sem fyrirmynd. 

Byggingin rís upp úr landinu eins og jökull/eldfjall. Ytra byrði hennar minnir á hlíðar jökulsins, gljáandi og sprunginn, en innra byrði, gígurinn, ber þess merki að einu sinni hafi jökullinn verið virkt eldfjall ........ og er kannski enn. Ofan í gígnum verður gróðurvin (grænn fótboltavöllur) Leikið er með andstæðurnar eld og ís og náttúru í klakaböndum og gróðurvin í ískaldri umgjörð, eins og t.d. í Hvannalindium þar sem Eyvindur og Halla dvöldu við ágætt atlæti, jafnvel yfir hörðustu vetrarmánuðina. 

Til gamans má heimfæra hugmyndina um sköpun heimsins upp á leikvanginn, jökulinn/eldfjallið. Leikvangurinn táknar ísinn í Ginnungargapinu, hrímsteinana sem héldu íslenska landsliðinu í heljargreipum, en sem með réttu atlæti hefur verið leyst úr ísnum og hefur nú styrk til að að sigra ofur öflugan andstæðinginn Ými. Hér táknar Ýmir andstæðinga landsliðsins (yfirleitt landslið miklu stærri þjóða). Sennilegast hefðu menn gaman af slíkri tengingu eins og merkja má á hyllingu okkar á landsliðinu með víkingaklappi og kannski myndi þetta vekja áhuga á goðafræði og fornsögum. 

Ýtið hér til að sjá myndband.

Zeppelin arkitektar

EFRI REYKIR

 

Hót­el­her­bergj­um fjölgaði um hundrað á milli sumra 2015 og 2016. Mik­il upp­bygg­ing er í ferðaþjón­ustu­tengd­um iðnaði á Suður­landi.

Ýtið hér til að sjá myndband.

Ýtið hér til að lesa meira.

Efri Reykir_edited.jpg
Zeppelin arkitektar

SKÓLAMIÐSTÖÐ ÞÓRSHAFNAR

 

Zeppelin arkitektar vinna að tillögu að sameiningu leik- og grunnskóla á Þórshöfn á Langanesi.  Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu skólahúsnæði (byggt verði við grunnskólann) sem hverfist um sameiginlegan samkomusal.

PARHÚS Í KÓPAVOGI

 

2x300m² parhús á tveimur hæðum.  Húsið er í byggingu í suðurhlíðum Kársness, neðan við götu.  Frá efri hæð, þar sem eru eldhús og stofur í sameiginlegu rými, er útsýni yfir Kópavog. 

​Á neðri hæð eru svefn- og vinnuherbergi ásamt  sjónvarpsrými.  Ljósagarður hleypir dagsljósi inn í dýpsta hluta hússins.  Húsið verður klætt cortenstáli, standandi lerki, grjóti og einnig pússað að hluta. Á þaki verður gras. 

 

 

SUMARBÚSTAÐUR Á ÞINGVÖLLUM

 

Sumarhús við Þingvallavatn er í byggingu og er langt á veg komið. Húsið er  á tveimur hæðum ásamt stakstæðri geymslu. 

bottom of page