top of page
8_web
4_web
1_web
3_web
6_web
5_web
REIÐHÖLL FÁKS

Mikill metnaður hefur verið lagður í að byggja upp aðstöðu fyrir hestamennsku á félagssvæði Fáks og þar hafa á umliðnum árum verið reist mannvirki sem hafa verið ein þau bestu á landinu til íþróttaiðkunar á hestum utandyra. Sameiginlega lyftu Fákur og Reykjavíkurborg grettistaki í uppbyggingunni í aðdraganda Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012 og 2018 og héldu landsmót sem mörkuðu viss tímamót í mótahaldi.

Það er löngu orðið ljóst að byggja þarf upp alvöru aðstöðu með löglegum keppnisvelli innanhúss og á það hús að vera í Reykjavík og Víðidalurinn þannig að vera þjóðarleikvangur íslenska hestsins og hestaíþróttarinnar.

Búið er að hanna í grófum dráttum 12.500 m2 höll, sem myndi bjóða upp á, frábæra aðstöðu fyrir börn og unglinga, kennslu- og þjálfunarrými, glæsilega sýningaraðstöðu og keppnisvöll í fullri stærð sem uppfyllti allar kröfur um íþróttakeppni á hestum innanhúss samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hljóðar kostnaðaráætlun upp á um það bil 3 milljarða króna

bottom of page