top of page
HULDUHLÍÐ, HJÚKRUNARHEIMILI
 
MARKMIÐ

Að hanna hjúkrunarheimili, sem er hagkvæmt í byggingu og rekstri. Byggingu sem er björt og skapar möguleika fyrir heimilslegt umhverfi fyrir íbúa þess og starfsfólk innan þess ramma sem forsögnin gefur. Að hanna hús sem myndar skjólgóð og sólrík svæði, þar sem íbúar, starfsmenn og gestir mega njóta útsýnis og veðurblíðu þegar hún gefst. Jafnframt að hanna byggingu, sem er verðugur útvörður Eskifjarðar og tengir bæinn og náttúruna..

 

HUGMYND

Hanna hús sem er eins og rani út frá Bleiksárhlíð og grafa í hann skorninga og gil sem hleypa birtu inn í húsið og veita skjól gegn norðlægum vindum þannig að sitja megi úti á sólardögum.  Unnið verði með náttúrleg efni úr næsta umhverfi.

 

 

bottom of page