top of page
GRUNNSKÓLI Á ÍSAFIRÐI
 

Ísafjörður er rómaður fyrir fegurð og stórbrotna umgjörð, sem fjöllin mynda. Þar hefur um langan aldur verið stundaður öflugur sjávarútvegur og mikil verðmæti komið á land. Slíkt umhverfi kallar á samsvörun í byggingarlist og öðrum manngerðum hlutum.

 

Gott skólahús og góður skóli er mikill hvalreki fyrir hvert byggðarlag og löngum hefur hann skipt miklu um lífskjör og mannlíf vestur þar. Nægir í því efni að minna á sagnir úr Gerplu er Þorgeir Hávarsson barðist um hvalskurðinn við Gils bónda Másson að Lækjamóti, sem varð að gjalda fyrir með lífi sínu.

 

Nýja húsið er í raun tvö hús er tengd eru með brú sem liggur yfir Aðalstræti.  Það strýkst við eldri húsin og tengir þau saman.  Húsið hefur tekið á sig form sem minnir á hval, þegar hann kemur uppúr hafinu til að blása.  “Sporður “ hússins myndar bakgrunn fyrir gamla barnaskólann.

Hafið er tákngert í bylgjandi þakinu yfir  kennarastofunni.

 

Hvalurinn blæs!

Vel mætti hugsa sér að koma fyrir gosbrunni á höfði “hvalsins” sem gysi við sérstök tækifæri og væri gosið notað sem signal um viðeigandi viðburði, ekki síst þá sem varða skólann.

 

 

 

bottom of page