top of page
SÆTÚN, SNÆFELLSNES
 

Sumarhús sem liggur utan í lítilli hæð.  Steyptur stoðveggur liggur samsíða hæðinni, en utan á hann er sumarhúsið byggt.  Þjónusturými, eins og baðherbergi, þvottaherbergi og geymslur, liggja næst steinveggnum og utar eru svefnherbergi og alrými.  Húsið er timburhús klætt með sementsplötum.  Litur platnanna er sá sami og fjallanna í næsta nágrenni.  Húsið stendur í miðju kríuvarpi og m.a. þess vegna var mikilvægt að hafa gott skyggni.  Húsið er hannað með þeim hætti að fjallasýn nyti sem best, sem og útsýni yfir hafið og Barðaströndina.

bottom of page