SJÁLANDSSKÓLI
 

Grunnskóli í Garðabæ, í byggingunnni eru auk skólahúsnæðis sundlaug, leikfimisalur og tónlistarskóli.

 

Hönnun þessa barnaskóla er byggð á uppeldisfræðilegri stefnu sem miðar að opnu og sveigjanlegu kennslurými sem getur þjónað jafnt í kennslu, leik og uppákomum svo sem leiksýningum. Aldurshópar eru blandaðir eins og tíðkast í hefðbundnum sveitaskólum. 

 

Í efnis og litanotkun var gengið út frá því að byggingin yrði virk umgjörð skólastarfsins. Ýmsir hlutar byggingarinnar voru hugsaðir út frá stærð barnanna og að þeir gætu þjónað fleiri þáttum en einum. Stigar nýtast t.d. einnig sem áhorfendapallar. 

 

Í hönnunarferlinu var ákveðið að breyta ekki árfarvegi sem rennur í gegnum skólalóðina. Byggingin skyldi laga sig að honum. Þessi afstaða er lærdómsrík fyrir nem- endur skólans, því hún kennir þeim að sýna náttúrinni virðingu. 

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon

Arkitektastofan Zeppelin arkitektar var stofnuð árið 1997 og hefur frá þeim tíma hannað mikinn fjölda bygginga af öllum stærðum og gerðum.Arkitektar, arkitektar, arkitektastofur, arkitektastofur, arkitektúr, arkitektúr

  • Twitter Clean
  • w-facebook
  • w-googleplus