top of page
SKÓLAMIÐSTÖÐ FÁSKRÚÐSFIRÐI
 

Einnar hæðar viðbygging við eldra húsnæði.  Haldin var lokuð samkeppni um viðbygginguna og varð tillaga Zeppelin hlutskörpust. 

 

Í ekki stærra samfélagi en Fáskrúðsfirði er mikilvægt að húsakynni bæjarfélagins séu vel nýtt, jafnt sumar og vetur.

Því var hönnuð bygging sem heldur vel utan um skólastarf, en sem jafnframt hentar fyrir sem fjölbreytilegasta viðburði s.s. leiklist og tónlist. Farin var sú leið að teikna einnar hæðar línulega byggingu, norðan við gamla skólann sem veita myndi gott skjól fyrir napri norðanáttinni. Í byggingunni er gert ráð fyrir leikskóla, tónlistarskóla og aðstöðu fyrir skólastjórnendur, bókasafni og sérgreinastofum. Á milli útbygginganna tveggja á gamla skólanum, sem snúa í norður, er gert ráð fyrir samkomusal. Þessi salur er hjarta skólans og flest kennslurýmin opnast inn að honum. 

bottom of page